41. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2015 kl. 13:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 13:08
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:05

Helgi Hjörvar var fjarverandi. Vigdís Hauksdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) 186. mál - fullgilding bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum (OPCAT) Kl. 13:25
Formaður fór yfir drög að umsögn til utanríkismálanefndar um málið. Samþykkt að senda umsögnina til utanríkismálanefndar.

2) Starfið framundan Kl. 13:05
Formaður kynnti drög að bréfi til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, þar sem ítrekað er boð um að koma á fund nefndarinnar frá 22. janúar sl. og óskað skriflegs svars fyrir næsta fund nefndarinnar, 17. mars. nk. Samþykkt að senda henni bréfið.

3) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna Kl. 13:10
Nefndin ræddi málsmeðferð.

4) Önnur mál Kl. 13:27
Nefndin fjallaði áfram um starfið framundan.

Tillaga um að Valgerður Bjarnadóttir yrði framsögumaður í 307. máli, Ríkisendurskoðandi og endurskoðun ríkisreikninga (heildarlög), var samþykkt.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:57