46. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. apríl 2015 kl. 08:30


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 08:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:16
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Karl Garðarsson boðaði forföll.
Pétur H. Blöndal og Vigdís Hauksdóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:03
Fundargerðir 43. - 45. fundar voru samþykktar.

2) Þjónusta við fatlaða. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 08:30
Á fundinn komu Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Kristín og Sveinn fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt að halda áfram umfjöllun um málið.

3) Málefni útlendinga og innflytjenda á Íslandi. Skýrsla Kl. 09:25
Á fundinn komu Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Þórir kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Kristínu.

4) Samningar ráðuneyta og stofnana þeirra. Skýrsla til Alþingis Kl. 11:45
Á fundinn komu Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, og Kristín Kalmansdóttir og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Kristín kynnti skýrsluna og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Frumgreinakennsla íslenskra skóla. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 09:50
Frestað.

6) Fóðursjóður - Tilgangur og ávinningur. Eftirfylgniskýrsla Kl. 09:50
Frestað.

7) Önnur mál Kl. 09:50
Nefndin ræddi næstu fundi og ýmis mál sem eru til umfjöllunar í nefndinni.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05