16. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:12
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:21
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj) fyrir Árna Pál Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00

Höskuldur Þórhallsson og Willum Þór Þórsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:08
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) Bréf umboðsmanns Alþingis vegna athugunar á brotum á reglum um gjaldeyrishöft og lagagrundvelli fyrir flutningi verkefna Seðlabanka Íslands í einkahlutafélag Kl. 09:00
Á fundinn komu Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, Sigríður Logadóttir, Ingibjörg Guðbjartsdóttir og Rannveig Júníusdóttir frá Seðlabanka Íslands og Lilja Sturludóttir og Leifur A. Skarphéðinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og gerðu grein fyrir viðbrögðum við ábendingum í bréfi umboðsmanns ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2014 Kl. 10:09
Formaður upplýsti að drög að áliti vegna skýrslu umboðsmanns væru í vinnslu og yrðu send nefndinni síðar.

4) 115. mál - siðareglur fyrir alþingismenn Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:38
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:38