25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. febrúar 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:06
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:07
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:05
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Birgitta boðaði forföll vegna veikinda.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:55
Fundargerðir 23. og 24. fundar voru samþykktar.

2) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um samninga ríkisins vegna sjúkrahótels í Ármúla Kl. 09:00
Á fundinn komu Vilborg Ingólfsdóttir, Bryndís Þorvaldsdóttir og Steinunn Lárusdóttir frá velferðarráðuneyti, Páll Matthíasson, Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir og Baldvin Hafsteinsson frá Landspítala, Steingrímur Ari Arason, Guðlaug Björnsdóttir og Helga Garðarsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið að fá einnig heilbrigðisráðherra á fund vegna skýrslunnar.

3) Önnur mál Kl. 09:56
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00