36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. apríl 2016 kl. 12:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 12:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 12:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 12:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 12:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 12:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 12:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 12:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 12:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 12:00

Helgi Hjörvar var fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:00
Frestað.

2) Aflandsfélög, hæfi ráðherra o.fl. Kl. 12:00
Nefndin fjallaði um málið.

Formaður gerði fimm mínútna hlé á fundi til kl. 12:45.

Samþykkt tillaga um að boða umboðsmann Alþingis á fund nefndarinnar vegna málsins n.k. fimmtudag, sem verði opinn fjölmiðlum.

3) Önnur mál Kl. 12:55
Samþykkt að fresta fyrirhuguðum opnum fundi um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á aðdraganda og orsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna um viku þ.e. stefna að því að halda fundinn þriðjudaginn 12. apríl.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:00