40. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. apríl 2016 kl. 15:30


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 15:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 15:40
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 15:40
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 15:50
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 16:15
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 15:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:30

Ögmundur Jónasson og Brynjar Níelsson boðuðu forföll. Árni Páll Árnason var fjarverandi. Hjálmar Bogi Hafliðason varamaður mætti fyrir nefndarmann Elsu Láru Arnardóttur kl. 15:30 en vék af fundi þegar Elsa Lára Arnardóttir kom á fund kl. 15:50. Höskuldur Þórhallsson vék af fundi kl. 16:35. Helgi Hjörvar vék af fundi kl. 16:55.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:30
Frestað.

2) Samningamál SÁÁ. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 15:30
Á fundinn mættu Vilborg Ingólfsdóttir og Ólafur Darri Andrason frá velferðarráðuneyti, Guðlaug Björnsdóttir, Helga Garðarsdóttir og Katrín Hjörleifsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands, Arnþór Jónsson og Ásgerður Th. Björnsdóttir frá SÁÁ og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Þjónustusamningar við öldrunarheimili. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 15:58
Á fundinn mættu Vilborg Ingólfsdóttir og Ólafur Darri Andrason frá velferðarráðuneyti, Guðlaug Björnsdóttir, Helga Garðarsdóttir og Katrín Hjörleifsdóttir frá Sjúkratryggingum Íslands og Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Skrifstofa rannsóknastofnana atvinnuveganna (SRA). Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:22
Á fundinn mættu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.
Gestir gerðu grein fyrir skýrslunni.

5) Stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni. Skýrsla um eftirfylgni Kl. 16:25
Á fundinn mættu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.
Gestir gerðu grein fyrir skýrslunni.

6) Fjárveitingar til Fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks. Skýrsla Kl. 16:27
Á fundinn mættu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.
Gestir gerðu grein fyrir skýrslunni.

7) Ársskýrsla Ríkisendurskoðunar 2015 Kl. 16:31
Á fundinn mættu Sveinn Arason og Þórir Óskarsson frá Ríkisendurskoðun.
Sveinn gerði grein fyrir skýrslunni og svaraði spurningum nefndarmanna ásamt Þóri.

8) Önnur mál Kl. 17:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:25