49. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. maí 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:00
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir Elsu Láru Arnardóttur (ELA), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Ályktun Alþingis frá 7. nóv. 2012 um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. Kl. 09:00 - Opið fréttamönnum
Á fundinn kom Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis og gerði grein fyrir bréfi sínu til nefndarinnar varðandi ábendingar sem hann hafi fengið um hver hafi verið þátttaka þýska bankans Hauck & Aufhäser Privatbankiers KGaA í kaupum á eignarhluta íslenska ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf. á árinu 2003 með aðild hans að Eglu hf., og svaraði spurningum nefndarmanna um málið.

2) Önnur mál Kl. 10:00
Gert var hlé á fundi frá 10:00 - 10:05.

Þvínæst kom á fundinn Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis og nefndin fjallaði um drög að ályktun um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35