63. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:08
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 09:08
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 09:08
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 56. - 59. fundar voru samþykktar.

2) Meðferð mála í stjórnsýslunni Kl. 09:00
Á fundinn kom Áslaug Björgvinsdóttir fyrrverandi héraðsdómari og gerði grein fyrir sjónarmiðum varðandi umbætur á stjórnsýslu dómstólanna ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 681. mál - ákvarðanir EES-nefndarinnar um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:16
Samþykkt að fresta afgreiðslu umsagnar til næsta fundar.

4) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00