73. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 26. september 2016 kl. 21:55


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 21:55
Birgir Ármannsson (BÁ) 1. varaformaður, kl. 21:55
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ) 2. varaformaður, kl. 21:55
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 21:55
Brynjar Níelsson (BN), kl. 21:55
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 21:55
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 21:55

Helgi Hjörvar og Höskuldur Þórhallsson boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 21:55
Fundargerðir 68., 69. og 70. fundar voru samþykktar.

2) Meðferð mála í stjórnsýslunni Kl. 21:55
Formaður nefndarinnar, Ögmundur Jónasson, kynnti drög að bréfi til innanríkisráðherra og forsætisnefndar Alþingis. Samþykkt að senda bréfið.

3) Önnur mál Kl. 21:59
Nefndin fjallaði um erindi Steinars Bergs Ísleifssonar til nefndarinnar og svar nefndarinnar til hans. Formanni veitt umboð til að svara þar sem greint verði frá því að erindinu verði vísað til ráðuneytisins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 22:00