5. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll vegna annarra þingstarfa. Lilja Alfreðsdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Jón Þór Ólafsson og Hildur Sverrisdóttir voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:05
Á fundinn komu Finnur Þór Birgisson og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneyti og kynntu meðferð EES-mála fyrir nefndinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst kynnti Gunnþóra Elín Erlingsdóttir þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00