12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:07
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:15
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:08
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Hildur Sverrisdóttir var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Meðhöndlun heimilisúrgangs. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:00
Á fundinn komu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Laufey Helga Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Gunnlaug Einarsdóttir, Guðmundur B. Ingvarsson, Ólafur A. Jónsson, Þorsteinn Jóhannsson og Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir frá Umhverfisstofnun og Sveinn Arason, Þórir Óskarsson og Jakob Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Loftgæði á Íslandi. Umhverfi og heilsa. Skýrsla til Alþingis Kl. 09:40
Á fundinn komu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir, Laufey Helga Guðmundsdóttir og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Gunnlaug Einarsdóttir, Guðmundur B. Ingvarsson, Ólafur A. Jónsson, Þorsteinn Jóhannsson og Ragnhildur G. Finnbjörnsdóttir frá Umhverfisstofnun og Sveinn Arason, Þórir Óskarsson og Jakob Rúnarsson frá Ríkisendurskoðun. Gestir gerðu grein fyrir afstöðu til efnis skýrslunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jón Þór Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
„Til að nefndin geti uppfyllt eftirlitshlutverk sitt getur hún kallað eftir að verkáætlun ráðuneytanna í þessu máli og að hún uppfylli skilyrði góðra starfshátta Ríkisendurskoðunnar.“

4) Gæði lagasetningar Kl. 10:20
Á fundinn komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir og Ágúst Þór Sigurðsson frá velferðarráðuneyti og Sigríður Lillý Baldursdóttir og Ragna Haraldsdóttir frá Tryggingastofnun ríkisins. Gestir fóru yfir verklag við innleiðingu nýrra lagabálka og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:10
Samþykkt tillaga formanns um að Haraldur Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir skipi undirhóp til að fjalla um álitaefni í tengslum við lög um opinber fjármál.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15