27. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson vék af fundi vegna annars fundar kl. 11:00.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45,8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. Kl. 09:00
Á fundinn komu Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Eftirlit með stjórnsýslu dómstóla Kl. 11:00
Á fundinn kom Hervör Þorvaldsdóttir og gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:23
Formaður gerði hlé á fundi kl. 10:50 til kl. 11:00.

Nefndin fjallaði áfram um málsmeðferð umfjöllunar um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Samþykkt tillaga formanns um að hann stýri ekki næsta fundi um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sendi varamann á fundinn.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:48