32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, mánudaginn 29. maí 2017 kl. 10:10


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) formaður, kl. 10:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NF) 2. varaformaður, kl. 10:10
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 10:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 10:10
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:10

Jón Steindór Valdirmarsson og Lilja Alfreðsdóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:10
Frestað.

2) Útgáfa kjörbréfs Óli Halldórsson Kl. 10:10
Á fundinum var kjörbréf Óla Halldórssonar, 3. varaþingmanns Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi, rannsakað. Ekki voru gerðar athugasemdir við kjörbréfið og mælir nefndin með samþykkt þess.

3) 258. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 10:12
Tillaga formanns, Brynjars Níelssonar, um að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar var samþykkt. Allir með á áliti.

4) Önnur mál Kl. 10:15
Birgitta Jónsdóttir lagði til að nefndin flytti frumvarp í haust til breytinga á lögum um umboðsmann Alþingis til að fela honum eftirlit með stofnunum sem vista frelsissvipta aðila, sbr. þingsályktunar um fullgildingu valfrjálsrar bókunar við samning Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (OPCAT) nr. 8/145.

Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir að bókað yrði mikilvægi þess að gert yrði ráð fyrir fjármagni til umboðsmanns til þessa verkefnis í næsta frumvarpi til fjárlaga.

Formaður kynnti að Ríkisendurskoðun muni skila skýrslu í haust um stjórnsýslu dómstóla.

Formaður kynnti að Njáll Trausti Friðbertsson, 2. varaformaður myndi stýra fundum þegar tillögur dómsmálaráðherra um skipun dómara verða teknar til umfjöllunar. Fyrirhugað að fá ráðherra á fund vegna málsins.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24