8. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. febrúar 2018 kl. 12:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 12:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 12:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 12:30
Alex Björn Bulow Stefánsson (ABBS) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 12:30
Birgir Ármannsson (BÁ) fyrir Brynjar Níelsson (BN), kl. 12:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 12:30
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 12:30
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 12:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 12:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 12:30

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:30
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

2) Ákvarðanir dómsmálaráðherra og verklag við vinnslu tillögu til Alþingis um skipan dómara í Landsrétt sbr. 13. gr. laga um þingsköp Alþingis. Kl. 12:32
Formaður lagði til að nefndin gerði hlé á umfjöllun sinni til að gefa umboðsmanni Alþingis rými til að taka afstöðu til þess hvort hann hefji frumkvæðisathugun á málinu. Nefndin samþykkti tillöguna.

Einnig var samþykkt að hefji nefndin umfjöllun um málið að nýju, e.a. eftir umfjöllun umboðsmanns Alþingis, muni nefndin afmarka sína athugun á viðfangsefninu.

3) Reglugerð (EB) nr. 2016/679 um persónuvernd og gagnaöryggi Kl. 12:42
Nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að afgreiða álit til utanríkismálanefndar, allir með en Jón Þór Ólafsson lætur vita ef hann verður á álitinu með fyrirvara.

4) 19. mál - þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður Kl. 12:50
Samþykkt að Jón Þór Ólafsson verði framsögumaður málsins og að senda málið til umsagnar.

5) Önnur mál Kl. 12:52
Samþykkt beiðni um að veita aðgang að minnisblaði og samantekt sem unnin var fyrir nefndina af Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni Alþingis og nefndarmanni í rannsóknarnefnd Alþingis sem fjallaði um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og Finni Þór Vilhjálmssyni fv. starfsmanni rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á erlendri þátttöku í kaupum á 45.8% eignarhlut í Búnaðarbanka Íslands hf. o.fl. vegna umfjöllunar um skýrslu rannsóknarnefndar þátttaka Hauck & Aufhäuser Privatbankiers KGaA í einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands hf. árið 2003.

Jón Þór Ólafsson lagði til að nefndin tæki upp umfjöllun um stjórnsýslu dómstólanna. Samþykkt að fresta ákvörðun um málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:12