25. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. apríl 2018 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:14
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:11
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:27
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

Þorsteinn Sæmundsson boðaði seinkun á fund vegna annars fundar.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 21. og 22. fundar voru samþykktar.

2) 264. mál - endurnot opinberra upplýsinga Kl. 09:02
Á fundinn komu Ólafur Arnar Þórðarson frá Hagstofu Íslands, Margrét Hjálmarsdóttir frá Einkaleyfastofu, Ástríður Jóhannesdóttir og Halla Björg Baldursdóttir frá Þjóðskrá Íslands og Ólafur Páll Ólafsson og Ragnar Árni Sigurjónsson frá Seðlabanka Íslands. Gestir gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst komu Sigurður Ingólfsson frá Gangverði ehf., Svandís Nína Jónsdóttir frá ReykjavíkurAkademíunni og Haukur Arnþórsson. Þau gerðu grein fyrir umsögnum og sjónarmiðum við málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Þvínæst komu Hrafn Sveinbjarnarson frá Héraðsskjalasafni Kópavogs og Þorsteinn Tryggvi Másson frá Héraðsskjalasafni Árnesinga. Þeir gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu Guðjón Bragason og Tryggvi Þórhallsson frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Loks kom Oddur Þorri Viðarsson frá forsætisráðuneytinu og fór yfir afstöðu ráðuneytisins til álitaefna í umsögnum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:59