32. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2019 kl. 09:30


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:30
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Kolbein Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:38
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:30

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:40
Fundargerðir 27.-31. fundar voru samþykktar.

2) 493. mál - stjórnsýslulög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Dagný Aradóttir Pind og Hrannar Már Gunnarsson frá BSRB og Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands. Kynntu þau umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) 2017/2394 um samvinnu milli landsyfirvalda sem bera ábyrgð á að framfylgja lögum um neytendavernd og um niðurfellingu reglugerðar (ESB) nr. 2006/2004 Kl. 09:40
Formaður fór yfir drög að áliti til utanríkismálanefndar. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni. Nefndarmenn rita undir álitið aðrir en Jón Þór Ólafsson.

4) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu Kl. 09:53
Frestað.

5) Beiðni um áheyrnaraðild Kl. 09:50
Beiðni um áheyrnaraðild fulltrúa Flokks fólksins, Ingu Sæland, var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:05