36. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 12. mars 2019 kl. 13:04


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 13:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 13:04
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 13:04
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:04
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:04
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 13:04
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:04

Þórunn Egilsdóttir boðaði forföll.
Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 15:00. Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 15:35.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:04
Frestað.

2) 501. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 13:08
Á fundinn komu Ragnar Aðalsteinsson, Katrín Oddsdóttir, Sigurður H. Sigurðsson og Hjörtur Hjartarson frá Stjórnarskrárfélaginu og gerðu grein fyrir umsögn um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

Næst komu Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Sævar Finnbogason frá Öldunni - félagi um sjálfbærni og lýðræði og Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands og gerðu grein fyrir umsögnum um málið ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

3) 48. mál - kynjavakt Alþingis Kl. 14:40
Á fundinn kom Halldóra Gunnarsdóttir frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og gerði grein fyrir umsögn um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 356. mál - kosningar til sveitarstjórna Kl. 12:49
Á fundinn komu Guðbjörg Lára Másdóttir og Tómas Ingi Adolfsson frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar og Guðjón Bragason og Anna Guðrún Björnsdóttir frá Samband íslenskra sveitarfélaga og gerðu grein fyrir umsögnum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 27. mál - dagur nýrra kjósenda Kl. 15:32
Á fundinn komu Guðjón Bragason og Anna Guðrún Björnsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, gerðu grein fyrir afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst komu Ásta María Reynisdóttir, Valgerður Þórunn Bjarnadóttir og Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir afstöðu til málsins ásamt því að svara spurningum nefndarmanna.

6) Skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Fiskistofu Kl. 14:25
Formaður lagði fram drög að áliti um skýrsluna og nefndin samþykkti að afgreiða málið. Allir standa að áliti.

7) Önnur mál Kl. 13:04
Tillaga formanns um að óska eftir lögfræðilegri álitsgerð frá Seðlabanka Íslands sem unnin var fyrir bankann vegna framkvæmdar laga um gjaldeyrismál og stjórnsýslu Seðlabanka Íslands við gjaldeyriseftirlitið. Tillaga formanns var samþykkt af nefndinni.

Hlé var gert á fundi kl. 14:30 - 14:40.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:47