12. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 09:15


Mætt:

Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv) formaður, kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 09:15

Ágúst Bjarni Garðarson, Halla Signý Kristjánsdóttir og Sigmar Guðmundsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárlið frestað.

2) 239. mál - Mannréttindastofnun Íslands Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Steinarsdóttur frá Mannréttindaskrifstofu Íslands, Grím Atlason frá Geðhjálp, Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp, Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá ÖBÍ réttindasamtökum, Auði Önnu Magnúsdóttur frá Kvenréttindafélagi Íslands og Kára Hólmar Ragnarsson og Sigrúnu Ingibjörgu Gísladóttur frá Mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

3) Önnur mál Kl. 11:01
Nefndin ræddi um væntanlega umsögn umhverfis- og samgöngunefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um Úrvinnslusjóð.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir tók upp beiðni nefndarinnar um afhendingu tiltekinna gagna í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbankab, sem samþykkt var á 7. fundi nefndarinnar. Lagði hún fram eftirfarandi bókun:
Ég harma það að fjármála- og efnahagsráðuneyti ber ekki meiri virðingu fyrir upplýsingarétti þingsins og þingnefnda og kalla eftir tafarlausri afhendingu þeirra gagna og upplýsinga sem nefndin hefur kallað eftir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir tók undir bókunina.

Fundi slitið kl. 11:03