50. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 09:00


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:00
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:00

Nefndarritari: Kolbrún Birna Árdal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 48. og 49. fundar voru samþykktar.

2) 611. mál - náttúruvernd Kl. 09:01
Á fund nefndarinnar mættu Ása Ögmundsdóttir og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 648. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 09:25
Nefndin ræddi drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem hefði það markmið að skapa svigrúm í sveitarstjórnarlögum til að bregðast við því neyðarástandi sem skapast hefur vegna COVID-19-veirusjúkdómsins, t. a. m. að rýmka reglur um fjarfundi í sveitarstjórnum og ráðum og nefndum sveitarfélaga.
Nefndin ræddi við Björn Inga Óskarsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu í síma.

Formaður lagði til að nefndin myndi flytja frumvarpið og var það samþykkt einróma.

4) 612. mál - íslensk landshöfuðlén Kl. 09:25
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15