64. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. júní 2020 kl. 09:08


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:08
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 09:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:08
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 09:08
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 10:15
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:08
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:08
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:08

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerðir 62. og 63. fundar voru samþykktar.

2) 734. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 09:09
Nefndin ræddi við Guðrúnu Rögnu Garðarsdóttur frá Atlantsolíu, Lúðvík Örn Steinarsson, lögmann Atlantsolíu, Hinrik Örn Bjarnason, Magnús Ásgeirsson og Friðrik Kristjánsson frá N1 og Snorra Stefánsson lögmann N1 gegnum fjarfundabúnað. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 434. mál - fimm ára samgönguáætlun 2020-2024 Kl. 10:16
Nefndin ræddi málið.

4) 435. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 Kl. 10:16
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 11:02
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:02