66. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 09:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 09:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:45

Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson og Karl Gauti Hjaltason boðuðu forföll.
Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 10:05.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Frestað.

2) 690. mál - farþegaflutningar og farmflutningar á landi Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Jónas Birgir Jónasson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Jóhannes Svavar Rúnarsson og Valgerður Gréta Benediktsdóttir frá Strætó bs. og Guðjón Bragason og Valgerður Rún Benediktsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Næst mætti á fund nefndarinnar Daníel O. Einarsson frá Bandalagi íslenskra leigubifreiðastjóra. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Jónas Guðmundsson, sýslumaðurinn á Vestfjörðum. Gerði hann grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.
Nefndin samþykkti að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55