19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2022 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Jónsson boðuðu forföll.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Marta Mirjam Kristinsdóttir

Ingibjörg Isaksen, Orri Páll Jóhannsson sem og gestir fundarins tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 18. fundar var samþykkt.

2) 185. mál - áhafnir skipa Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bjarna Má Magnússon prófessor í Háskólanum í Reykjavík.

Þá mættu Vilbergur Magni Óskarsson, Ragnhildur Guðjónsdóttir og Víglundur Laxdal Sverrisson frá Tækniskólanum, Ólafur Jón Arinbjörnsson og Ólafur Þór Jóhannsson frá Fisktækniskólanum og Sædís María Jónatansdóttir frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

3) 333. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar mættu Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Trausti Ágúst Hermannsson frá umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna. Einnig mættu Frigg Thorlacius og Halla Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun.

Þá mættu á fund nefndarinnar Árný Sigurðardóttir og Guðjón Ingi Eggertsson frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

4) Önnur mál Kl. 10:46
Andrés Ingi Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Það er áhyggjuefni að umhverfis- og samgöngunefnd hafi enn ekki fengið til umfjöllunar frumvarp til heildarlaga um fjarskipti, sem skv. þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar var fyrirhugað að leggja fram 31. janúar. Við afgreiðslu 169. máls, svokallaðs Mílumáls, frestaði meiri hluti nefndarinnar því að taka afstöðu til ýmissa brýnna álitaefna í ljósi þess að stutt væri í heildarendurskoðun laganna. Þessi töf vekur furðu í ljósi þess að skv. upplýsingum frá ráðuneytinu mun í öllum grundvallaratriðum vera um óbreytt frumvarp að ræða, en töfin er sérstaklega alvarleg í ljósi þeirra mikilvægu hagsmuna sem frumvarpinu er ætlað að tryggja. Miðað við þá málaskrá sem liggur fyrir umhverfis- og samgöngunefnd þetta misserið, og þá staðreynd að frumvarpið er nú þegar orðið fimm vikum of seint, virðist því miður stefna í að meiri hlutinn heykist í þriðja sinn á því að afgreiða heildarendurskoðun fjarskiptalaga.
Helga Vala Helgadóttir tók undir bókunina.

Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:57