27. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi
heimsókn Fjarskiptastofu og Neyðarlínunnar fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:03
Dagbjört Hákonardóttir (DagH) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 09:03

Bjarni Jónsson vék af fundi kl.11:22. Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Halla Signý Kristjánsdóttir og Ingibjörg Isaksen voru fjarverandi.

Nefndarritari: Marta Mirjam Kristinsdóttir

Bókað:

1) Heimsókn til Fjarskiptastofu Kl. 09:03
Nefndin fór í heimsókn til Fjarskiptastofu og fékk kynningu á málefnum stofnunarinnar. Hrafnkell Gíslason, Þorleifur Jónasson, Björn Geirsson, Guðmundur Sigmundsson og Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir tóku á móti nefndinni.

2) Heimsókn til Neyðarlínunnar og almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra Kl. 10:35
Nefndin fór í heimsókn í Samhæfingarstöð almannavarna og fékk kynningu á starfsemi Neyðarlínunnar og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra m.t.t. fjarskiptaöryggis. Þórhallur Ólafsson, Tómas Gíslason, Magnús Hauksson og Jón Bjartmarz tóku á móti nefndinni.

Fundi slitið kl. 12:13