37. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2023 kl. 09:05


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:05
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:05

Orri Páll Jóhannsson var fjarverandi. Ingibjörg Isaksen var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Njáll Trausti Friðbertsson vék af fundi kl. 10:43.


Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 35. og 36. fundar voru samþykktar.

2) 144. mál - skipulagslög Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildi Dungal og Hólmfríði Bjarnadóttur frá innviðaráðuneyti og Ólaf Árnason frá Skipulagsstofnun.

Þá mættu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Sverrir Jan Norðfjörð og Guðjón Axel Guðjónsson frá Landsneti.

3) 589. mál - umferðarlög Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rún Knútsdóttur og Jóhann Ólafsson frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Glóeyju Helgudóttur Finnsdóttur og Guðbjörgu Lilju Erlendsdóttur frá Reykjavíkurborg.

4) 159. mál - Alexandersflugvöllur sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkur-, Reykjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli Kl. 11:03
Nefndin staðfesti þær umsagnarbeiðnir sem sendar voru út dags. 8. mars 2023 samkvæmt heimild formanns, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis og fundargerð 3. fundar nefndarinnar.

Nefndin samþykkti að Bjarni Jónsson yrði framsögumaður málsins.

5) 162. mál - umferðarlög Kl. 11:03
Nefndin staðfesti þær umsagnarbeiðnir sem sendar voru út dags. 8. mars 2023 samkvæmt heimild formanns, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis og fundargerð 3. fundar nefndarinnar.

Nefndin samþykkti að Andrés Ingi Jónsson yrði framsögumaður málsins.

6) 230. mál - uppbygging Suðurfjarðavegar Kl. 11:03
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Njáll Trausti Friðbertsson yrði framsögumaður málsins.

7) 274. mál - efling landvörslu Kl. 11:03
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Orri Páll Jóhannsson yrði framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 11:04
Nefndin samþykkti að halda opinn fund um loftslagsmarkmið Íslands.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:08