39. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 09:06


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:21
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:06
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:28
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:06

Orri Páll boðaði forföll vegna annarra þingstarfa.
Ingibjörg Isaksen boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerðir 37. og 38. fundar voru samþykktar.

2) 712. mál - hafnalög Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Gunnar Tryggvason og Flosa Hrafn Sigurðsson frá Hafnasambandi Íslands og Dóru Björk Gunnarsdóttur frá Vestmannaeyjahöfn.

Þá mættu Gunnar Valur Sveinsson og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Þeir mættu einnig fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins og SVÞ Samtaka verslunar og þjónustu.

Að lokum mætti Sigurrós Friðriksdóttir frá Umhverfisstofnun.

3) 531. mál - póstþjónusta Kl. 10:34
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vigfús Pál Auðbertsson frá Auðbert og Vigfús Páll ehf. og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu.

4) 735. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl. Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, Ólaf Kr. Hjörleifsson og Hólmfríði Bjarnadóttur frá innviðaráðuneytinu og kynntu þau málið.

5) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:52