41. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir Höllu Signýju Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:08
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Viðar Eggertsson (VE), kl. 09:02

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.

Ingibjörg Isaksen og Bjarni Jónsson tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Fundargerð 40. fundar var samþykkt.

2) 589. mál - umferðarlög Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Friðleifsson og Árna Berg Sigurðsson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

3) 144. mál - skipulagslög Kl. 10:06
Nefndin ræddi vinnslu málsins.

4) 712. mál - hafnalög Kl. 10:08
Frestað.

5) 735. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl. Kl. 10:08
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:10
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:11