49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 2. maí 2023 kl. 09:00


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:00

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bjarni Jónsson vék af fundi kl. 10:55.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 47. og 48. fundar voru samþykktar.

2) 889. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Höllu Sigrúnu Sigurðardóttur, Helgu Jónsdóttur, Ásu Ögmundsdóttur og Írisi Bjargmundsdóttur frá Umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu, Hlín Gísladóttur, Ríkey Kjartansdóttur og Önnu Stellu Guðmundsdóttur frá Umhverfisstofnun, Tómas Má Sigurðsson, Örnu Björk Rúnarsdóttur og Finn Sveinsson frá HS Orku, Eddu Sif Pind Aradóttur frá Carbfix, Írisi Lind Sæmundsdóttur, Ingva Gunnarsson og Hólmfríði Sigurðardóttur frá frá Orkuveitu Reykjavíkur, Hörpu Þórunni Pétursdóttur frá Orku náttúrunnar og Kristínu Lindu Árnadóttur, Jónu Bjarnadóttur, Þórólf Nielsen og Jónas Ketilsson frá Landsvirkjun.

Þá samþykkti nefndin með vísan til 51. gr. þingskaparlaga að óska eftir minnisblaði frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um viðbrögð ráðuneytisins við þeim umsögnum sem borist hafa í málinu.

3) 896. mál - Innheimtustofnun sveitarfélaga Kl. 11:30
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá Innviðaráðuneytinu varðandi kostnað við fjárhagslegt uppgjör vegna niðurlagningar stofnunarinnar.

4) 144. mál - skipulagslög Kl. 11:32
Nefndin ræddi málið.

5) Önnur mál Kl. 11:35
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:38