70. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 29. ágúst 2016 kl. 10:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 10:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:00

Vilhjálmur Árnason, Róbert Marshall og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 638. mál - fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018 Kl. 10:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Friðfinn Skaftason frá innanríkisráðuneyti, sem gerði grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Samþykkt var að afgreiða þingmál 673, frumvarp til laga um breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, úr nefndinni. Allir viðstaddir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögu.

Fundi slitið kl. 10:55