42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 19:07


Mættir:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 19:07
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 19:07
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 19:07
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Helgu Völu Helgadóttur (HVH), kl. 19:07
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 19:07
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 19:07
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 19:07
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 19:07
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 19:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 19:07

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:07
Dagskrárlið frestað.

2) 248. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir o.fl. Kl. 19:08
Framsögumaður, Jón Gunnarsson, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum. Áheyrnarfulltrúi, Sara Elísa Þórðardóttir, lýsti sig samþykka álitinu.

3) 479. mál - stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018--2029 Kl. 19:16
Framsögumaður, Hanna Katrín Friðriksson, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum. Áheyrnarfulltrúi, Sara Elísa Þórðardóttir, lýsti sig samþykka álitinu.

4) 425. mál - skipulag haf- og strandsvæða Kl. 19:22
Framsögumaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti og breytingartillögum. Áheyrnarfulltrúi, Sara Elísa Þórðardóttir, lýsti sig samþykka álitinu.

5) 455. mál - breyting á ýmsum lögum vegna alþjóðasamþykktar um vinnuskilyrði farmanna Kl. 19:52
Málið var tekið á dagskrá að beiðni framsögumanns, Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur.

Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 20:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 20:04