48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. mars 2021 kl. 15:05


Mætt:

Bergþór Ólason (BergÓ) formaður, kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG) 1. varaformaður, kl. 15:05
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 2. varaformaður, kl. 15:05
Guðjón S. Brjánsson (GBr), kl. 15:05
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 15:05
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 15:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 15:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:22

Jón Gunnarsson vék af fundi kl. 16:00
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 16:10.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 17:26.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 17:29.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:05
Fundargerðir 46. og 47. funda voru samþykktar.

2) Ferjusiglingar á Breiðafirði Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Kr. Hjörleifsson og Ragnhildur Hjaltadóttir frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Bergþóra Þorkelsdóttir, Bergþóra Kristinsdóttir og Halldór Jörgensson frá Vegagerðinni.

Kl. 15:40.
Á fund nefndarinnar mættu Gunnlaugur Grettisson og Guðmundur Nikulásson frá Sæferðum.

Eftir að gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið.

3) 613. mál - loftferðir Kl. 16:17
Á fund nefndarinnar mættu Ari Guðjónsson, Birna Ósk Einarsdóttir og Jens Þórðarson frá Icelandair. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fund nefndarinnar Ástríður Scheving Thorsteinsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Sigurður Kári Árnason frá heilbrigðisráðuneytinu og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 275. mál - skipulagslög Kl. 15:31
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Bergþór Ólason, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Ari Trausti Guðmundsson, Guðjón S. Brjánsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Líneik Anna Sævarsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

5) Önnur mál Kl. 17:28
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 17:32