23. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 17. mars 2022 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:02

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 11:02.
Þórunn Sveinbjarnardóttir vék af fundi kl. 11:45.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Dagskrárlið frestað.

2) 332. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Auði Önnu Magnúsdóttur og Tryggva Felixson frá Landvernd og Ingibjörgu Eiríksdóttur, Sigríði Droplaugu Jónsdóttur og Björgólf Thorsteinsson frá Eldvötnum samtökum um náttúruvernd í Skaftárhreppi.

Þá mættu Snæbjörn Guðmundsson frá ÓFEIGU náttúruvernd og Náttúrugrið og Tinna Hallgrímsdóttir, Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir og Finnur Ricart Andrason frá Ungum umhverfissinnum.

Því næstu mættu Pálína Axelsdóttir frá Ungsól, Sigþrúður Jónsdóttir frá Vinum þjórsárvera, Oddur Guðni Bjarnason og Jón Árni Vignisson frá Veiðifélagi Þjórsár og Árdís Jónsdóttir frá Veiðifélagi Kálfár.

Að lokum mættu Páll Erland, Baldur Dýrfjörð og Finnur Beck frá Samorku, Magnús Kristjánsson frá Orkusölunni og Skúli Thoroddsen, Magnús Jóhannesson og Sigurður Jóhannesson frá Storm orku.

Þegar gestir höfðu vikið af fundi ræddi nefndin málið og samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir viðbrögðum ráðuneytisins við athugasemdum í kafla 2 og 3 í umsögn Landsvirkjunar.

3) 333. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 12:06
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir voru fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifuðu undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.
Jakob Frímann Magnússon, áheyrnarfulltrúi í nefndinni, lýsti sig samþykkan álitinu.

4) Önnur mál Kl. 12:08
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 12:09