48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 09:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:02
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 10:28
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:02

Halla Signý Kristjánsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.
Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Frestað.

2) 858. mál - Land og skógur Kl. 09:02
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Svein Runólfsson frá Vinum íslenskrar náttúru og Ólaf S. Andrésson lífefnafræðing.

Þá fékk nefndin á sinn fund Maríönnu Jóhannsdóttur, Vigdísi Sveinbjörnsdóttur og Halldór Sigurðsson frá Félagi skógarbænda á Austurlandi, Sigfús Inga Sigfússon, Einar Eðvald Einarsson, Álfhildi Leifsdóttur og Jóhönnu Ey Harðardóttur frá sveitarfélagi Skagafirði og Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur frá Rangárþingi ytra. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði. Auk þeirra mætti Hlynur Gauti Sigurðsson frá Bændasamtökum Íslands.

Að lokum mætti á fund nefndarinnar Auður Önnu Magnúsdóttir frá Landvernd.

3) 896. mál - Innheimtustofnun sveitarfélaga Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur og Karl Björnsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Þá mættu á fund nefndarinnar Guðmundur Ásgeirsson og Kristín Helgadóttir frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

4) 735. mál - stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála o.fl. Kl. 11:56
Framsögumaður málsins, Halla Signý Kristjánsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti með breytingartillögu.

Nefndin ræddi málið.

Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ingibjörg Isaksen, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson.

Andrés Ingi Jónsson boðaði sérálit.

5) 144. mál - skipulagslög Kl. 12:00
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 12:07
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10