8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. október 2023 kl. 09:05


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:05
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:05
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:05

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll.
Halla Signý Kristjánsdóttir og Orri Páll Jóhannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bjarni Jónsson, formaður vék af fundi kl. 09:21 og tók þá Vilhjálmur Árnason, 2. varaformaður við stjórn fundarins. Formaður tók aftur við fundarstjórn kl. 09:28.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerðir 5., 6. og 7. fundar samþykktar.

2) 180. mál - vaktstöð siglinga Kl. 09:06
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Zoëga og Sigrúnu Henríettu Kristjánsdóttur frá Samgöngustofu.

3) 181. mál - póstþjónusta Kl. 09:29
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ réttindasamtökum og Jón Kjartan Ágústsson og Hildigunni Hafsteinsdóttur frá Samtökum íslenskra sveitarfélaga.
Þá kom Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar- og þjónustu.

4) 182. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024--2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 10:13
Tillaga um að Halla Signý Kristjánsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 183. mál - skipulagslög Kl. 10:13
Tillaga um að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) 205. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:13
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir sem sendar voru út með tveggja vikna fresti þann 29. september sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

7) 134. mál - lagning heilsársvegar í Árneshrepp Kl. 10:13
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir sem sendar voru út með tveggja vikna fresti þann 29. september sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Tillaga um að Bjarni Jónsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 48. mál - Tröllaskagagöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar Kl. 10:13
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir sem sendar voru út með tveggja vikna fresti þann 29. september sl. með vísan til ákvörðunar á 3. nefndarfundi 154. löggjafarþings, sbr. 2. mgr. 23. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.
Tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 10:14
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.
Ákvörðun um framsögumann frestað.

10) Önnur mál Kl. 10:14
Nefndin ræddi starfið fram undan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:17