55. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 9. maí 2012 kl. 10:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 10:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:50
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:23
Róbert Marshall (RM), kl. 10:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 633. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:00
Á símafundi nefndarinnar voru Ásta Stefánsdóttir frá sveitarfélaginu Árborg og Ólafur Örn Ólafsson frá Sveitarfélaginu Ölfus. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 342. mál - tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022 Kl. 10:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

3) 343. mál - fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014 Kl. 10:50
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 106. mál - stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs Kl. 11:00
Á fund nefndarinnar komu Hjörleifur Guttormsson, Guðmundur Hörður Guðmundsson frá Landvernd og Gunnar Gunnarsson og Eiríkur Bjarnason frá Vegagerðinni. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 12:02
Fleira var ekki rætt.
ÓÞ vék af fundi 11:45 vegna annarra þingstarfa.
ÁsmD og ÁJ voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 12:03