3. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 8. október 2012 kl. 10:03


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 10:03
Atli Gíslason (AtlG), kl. 10:07
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 10:03
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 10:07
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:03
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:03
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:20
Róbert Marshall (RM), kl. 10:03

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:03
Fundargerð var samþykkt.

2) 131. mál - rannsókn samgönguslysa Kl. 10:00
Á fundinn komu Sigurbergur Björnsson og Valgerður Guðmundsdóttir frá innanríkisráðuneytinu og gerðu grein fyrir helstu breytingum á frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna. ÓÞ var skipuð framsögumaður málsins.

3) 179. mál - umferðarlög Kl. 10:42
Á fundinn komu Sigurbergur Björnsson og Katrín Þórðardóttir frá innanríkisráðuneytinu og gerðu grein fyrir helstu breytingum í frumvarpinu. GLG var skipuð framsögumaður málsins.

4) 171. mál - fjögurra ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2014 Kl. 11:38
GLG var skipuð framsögumaður málsins.

5) 172. mál - tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022 Kl. 11:38
GLG var skipuð framsögumaður málsins.

6) 133. mál - Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála Kl. 11:30
Málið var rætt samhliða máli er varðar Vegagerð, sjá næsta dagskrárlið. RM var skipaður framsögumaður málsins. Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa: RM, GLG, ÓÞ, MÁ og ÁJ.



7) 138. mál - Vegagerðin, framkvæmdastofnun samgöngumála Kl. 11:30
Málið var rætt samhliða máli um Farsýslu, sbr. dagskrárliður 6. RM var skipaður framsögumaður málsins. Nefndin afgreiddi álit sitt.
Að áliti meiri hluta nefndarinnar standa: RM, GLG, ÓÞ, MÁ og ÁJ.


8) EES-mál. Kl. 11:39
Umræðu um málin var frestað.

9) Önnur mál. Kl. 11:40
Fleira var ekki rætt.

ÁsmD var fjarverandi vegna veikinda.
ÁJ vék af fundi kl. 11:10 til kl. 11:42.
MÁ vék af fundi kl. 11:18.

Fundi slitið kl. 11:44