15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. nóvember 2012 kl. 09:30


Mættir:

Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:01
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ) fyrir BÁ, kl. 09:30
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir RM, kl. 09:30
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:38
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER) fyrir ÓÞ, kl. 09:30
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:58
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir GLG, kl. 09:30

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:32
Fundargerðir 9. og 10. fundar voru lagðar fram og samþykktar.

2) 87. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:31
Fyrir nefndina kom Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd. Hann kynnti umsögn sína um frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 162. mál - Byggðastofnun Kl. 09:47
Fyrir nefndina kom Þórður Reynisson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Hann kynnti frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna. ÁI var skipaður framsögumaður málsins. Nefndin samþykkti að veita umsagnaraðilum rúmlega viku frest til að senda inn viðbætur við umsagnir.

4) 287. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að senda út umsagnarbeiðnir og veita tveggja vikna frest.

5) 290. mál - gatnagerðargjald Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að senda út umsagnarbeiðnir og veita tveggja vikna frest.

6) 291. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að senda út umsagnarbeiðnir og veita tveggja vikna frest.

7) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 10:16
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál. Kl. 10:52
Fleira var ekki rætt.

Í upphafi fundar skýrði ÁI frá því að formaður hafi óskað eftir því að hún gengdi störfum sem slík í forföllum stjórnar nefndarinnar. Voru ekki gerðar athugasemdir við það fyrirkomulag.
ÞBack, LGeir, SER og KÞJ véku af fundi kl. 10:03.
AtlG boðaði forföll.
ÁsmD var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÓÞ og RM voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:52