24. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. desember 2012 kl. 09:11


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 10:09
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:11
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:19
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:11
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:11
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:11
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:13

AtlG og RM boðuðu forföll.
ÁJ var fjarverandi.

ÁI vék af fundi kl. 11:08.
MÁ vék af fundi kl. 12:02.
VH vék af fundi kl. 12:04.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) 381. mál - loftslagsmál Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar mættu Ólafur Briem frá Icelandair, Hilda Guðný Svavarsdóttir og Kristján Geirsson frá Umhverfisstofnun, Þorsteinn Víglundsson frá Samáli, Bryndís Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins og Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir kynntu sína afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 10:19
Á fund nefndarinnar mættu Aðalheiður Jóhannsdóttir frá Háskóla Íslands, Aagot Óskarsdóttir frá Háskólanum á Bifröst og Trausti Fannar Valsson frá Háskóla Íslands. Gestirnir kynntu fyrir nefndinni sinni afstöðu gagnvart einstökum ákvæðum frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál. Kl. 10:14
Farið var yfir stöðu mála og ÓÞ var skipuð framsögumaður í máli 162 um Byggðastofnun í stað ÁI.

Fundi slitið kl. 12:15