45. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2019 kl. 09:09


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:09
Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:09
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:09
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:09
Fjölnir Sæmundsson (FjS), kl. 09:09
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:09
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 09:09

Vilhjálmur Árnason boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Bergþór Ólason boðaði forföll.
Helga Vala Helgadóttir boðaði forföll.

Karl Gauti Hjaltason vék af fundi kl. 11:15.
Hanna Katrín Friðriksson vék af fundi kl. 11:18.
Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl. 11:23.
Ari Trausti Guðmundsson vék af fundi kl. 11:23.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:16
Fundargerð 44. fundar samþykkt.

2) Kynning á verkáætlun skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016 Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar mættu fulltrúar úr verkefnisstjórn um gerð verkáætlunar skv. lögum um landsáætlun um uppbyggingu innviða nr. 20/2016. Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti og Ásborg Ósk Arnþórsdóttir frá forsætisráðuneyti. Einnig mætti Dagný Arnarsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti sem vinnur með verkefnisstjórninni.
Kynntu gestir drög að verkefnaáætlun fyrir árin 2019-2021 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 219. mál - umferðarlög Kl. 09:58
Á fund nefndarinnar mættu Reynir Arngrímsson og Dögg Pálsdóttir frá Læknafélagi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Björn Sveinsson og Axel Kaaber frá Samtökum um bíllausan lífsstíl, Birgir Birgisson, Árni Davíðsson og Páll Guðjónsson frá Landssamtökum hjólareiðamanna og Ingveldur Jónsdóttir og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Því næst mættu á fund nefndarinnar Runólfur Ólafsson og Jón Kristján Sigurðsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda og Grétar Guðmundsson og Þorvaldur Jónsson frá Landssambandi vörubifreiðaeigenda. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum mættu á fund nefndarinnar Þorgerður Guðmundsdóttir, Steinmar Gunnarsson, Vilberg Kjartansson og Njáll Gunnlaugsson frá Bifhjólasamtökum lýðveldisins, Sniglum. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 86. mál - þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar Kl. 11:13
Samþykkt að senda til umsagnar með 2 vikna fresti.

5) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:59