49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 09:05


Mættir:

Ari Trausti Guðmundsson (ATG) 1. varaformaður, kl. 09:05
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 09:05
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:52
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:13
Karl Gauti Hjaltason (KGH), kl. 10:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05

Jón Gunnarsson boðaði forföll.
Hanna Katrín Friðriksson boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Vilhjálmur Árnason boðaði forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:18
Fundargerðir 47. og 48. fundar samþykktar.

2) 219. mál - umferðarlög Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón S. Magnússon, Sverrir Guðfinnsson og Hlynur Gíslason AMF þjálfarar. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 403. mál - fimm ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2019--2023 Kl. 09:29
Á fund nefndarinnar mættu Jón Kristjánsson og Auður Inga Ingvarsdóttir frá Mílu ehf. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Anna G. Björnsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Valdimar O. Hermannsson frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Viðstödd gegnum síma voru Aðalsteinn Óskarsson og Iða Marsibil Jónsdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Halla Björk Reynisdóttir frá Eyþingi og Aðalsteinn Þorsteinsson, Snorri Björn Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson frá Byggðastofnun.
Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 404. mál - stefna í fjarskiptum fyrir árin 2019--2033 Kl. 09:29
Á fund nefndarinnar mættu Jón Kristjánsson og Auður Inga Ingvarsdóttir frá Mílu ehf. Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá mættu á fund nefndarinnar Anna G. Björnsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Valdimar O. Hermannsson frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Viðstödd gegnum síma voru Aðalsteinn Óskarsson og Iða Marsibil Jónsdóttir frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Halla Björk Reynisdóttir frá Eyþingi og Aðalsteinn Þorsteinsson, Snorri Björn Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson frá Byggðastofnun.
Gerðu gestir grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 231. mál - skógar og skógrækt Kl. 11:19
Framsögumaður, Líneik Anna Sævarsdóttir, kynnti drög að nefndaráliti.
Nefndin ræddi málið.

6) 125. mál - efling björgunarskipaflota Landsbjargar Kl. 11:31
Frestað.

7) Önnur mál Kl. 11:32
Rósa Björk Brynjólfsdóttir ítrekaði beiðni um að stjórn og forstjóri Íslandspósts ohf. yrðu fengin á fund nefndarinnar vegna fyrirhugaðrar hlutafjáraukningar félagsins o.fl.

Helga Vala Helgadóttir ítrekaði beiðni um að nefndin fundaði um fiskeldi sem fyrst.

Nefndin ræddi um fyrirkomulag endurgreiðslu miða og veglykla frá Speli.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:38