7. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 13:00


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 13:00
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 13:00
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 13:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 13:00

Sigríður Á Andersen var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Gunnar Bragi Sveinsson og Ari Trausti Guðmundsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 142. mál - ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu Kl. 13:00
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið.

Að nefndaráliti stóðu: Sigríður Á. Andersen form., Bryndís Haraldsdóttir frsm., Ari Trausti Guðmundsson, Álfheiður Eymarsdóttir, Ásgerður K. Gylfadóttir, Gunnar Bragi Sveinsson með fyrirvara, Logi Einarsson með fyrirvara, Rósa Björk Brynjólfsdótir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir með fyrirvara.

3) Önnur mál Kl. 13:12
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:15