13. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 08:30


Mættir:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 08:30
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 08:30
Ómar Ásbjörn Óskarsson (ÓAÓ), kl. 08:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1875. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) Viðskipti Íslands og Rússlands Kl. 08:30
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Borgar Þór Einarsson, Martin Eyjólfsson, Jón Erlingur Jónasson, Nína Björk Jónsdóttir og Sveinn H. Guðmarsson frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Þróunarsamvinna Íslands Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Borgar Þór Einarsson, Martin Eyjólfsson, Jón Erlingur Jónasson, Nína Björk Jónsdóttir og Sveinn H. Guðmarsson frá utanríkisráðuneyti.

Utanríkisráðherra fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) Kynning á þvingunaraðgerðum Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir og Pétur G. Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/745 um lækningatæki, um breytingu á tilskipun 2001/83/EB, reglugerð (EB) nr. 178/2002 og reglugerð (EB) nr. 1223/2009 og um niðurfellingu á tilskipunum ráðsins 90/385/EBE og 93/42/EBE Kl. 09:45
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 5 og 6.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/746 frá 5. apríl 2017 um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi og um niðurfellingu á tilskipun 98/79/EB og ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2010/227/ESB Kl. 09:45
Sjá umfjöllun við 5. dagskrárlið.

7) Önnur mál Kl. 09:50
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00