27. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 09:15


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:15
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:15
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:15
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir véku af fundi kl. 11:15. Ari Trausti Guðmundsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir véku af fundi kl. 11:25.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1889. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) Skýrsla um aukið norrænt samstarf á sviði utanríkis- og öryggismála Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar kom Björn Bjarnason, sem fenginn hefur verið af utanríkisráðherrum Norðurlandanna til þess að skrifa skýrslu um norræna alþjóða- og öryggissamvinnu, ásamt Jónu Sólveigu Elínardóttur frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Drög að frumvarpi um breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands, nr. 39/1971 Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar kom Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ásamt Önnu Jóhannsdóttur og Borgari Þór Einarssyni frá utanríkisráðuneyti.

Ráðherra fór yfir helstu atriði frumvarpsdraganna og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 616. mál - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 311/2019 um breytingu á X. viðauka og XIX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmannna.

5) 613. mál - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 27/2020 um breytingu á XVII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:55
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 5 og 6.

Á fund nefndarinnar komu Kristín Ninja Guðmundsdóttir frá heilbrigðisráðuneyti og Daði Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmannna.

6) 617. mál - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 288/2019 og nr. 301/2019 um breytingu á I. viðauka og II. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:55
Sjá athugasemd við 5. dagskrárlið.

7) 615. mál - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 259/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:20
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 7 og 8.

Á fund nefndarinnar komu Gautur Sturluson frá utanríkisráðuneyti og Hjörleifur Gíslason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmannna.

8) 614. mál - Ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 237/2019 og nr. 305/2019 um breytingar á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:20
Sjá athugasemd við 7. dagskrárlið.

9) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35