3. fundur
utanríkismálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. október 2023 kl. 09:15


Mætt:

Diljá Mist Einarsdóttir (DME) formaður, kl. 09:15
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:15
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:55
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir Bjarna Jónsson (BjarnJ), kl. 09:15
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:15

Þorgerður K. Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:05. Steinunn Þóra Árnadóttir vék af fundi kl. 10:10.

Birgir Þórarinsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis. Jón Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

2016. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Ástandið í Ísrael Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar kom Friðrik Jónsson frá utanríkisráðuneyti sem kynnti stöðu mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerðir síðustu þriggja funda voru samþykktar.

3) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:06
Á fund nefndarinnar komu Hildigunnur Engilbertsdóttir forstöðumaður sendiráðs Íslands í Kampala, Helga Hauksdóttir sendiherra og fastafulltrúi sendiráðs Íslands í Vín og Inga Þórey Óskarsdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir kynntu það sem efst er á baugi hjá sendiskrifstofunum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gestirnir tengdust fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1230 frá 14. júlí 2021 um greiðslur yfir landamæri í Sambandinu (kerfisbinding) Kl. 10:25
Dagskrárliðnum var frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:26
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30