16. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 10. desember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:09
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:09
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:09
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:09
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 09:09
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:09
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:21

Guðlaugur Þór Þórðarson og Óttarr Proppé voru fjarverandi.

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1577. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:10
Fundargerðir utanríkismálanefndar frá 22., 25. og 26. nóvember og 5., 6. og 9. desember voru samþykktar og verða birtar á vef Alþingis.

2) 43. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um námskeið fyrir rithöfunda Kl. 09:11
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Silja Dögg Gunnarsdóttir framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Frosti Sigurjónsson, Sigurður Páll Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason.

3) 42. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um málefni norðurslóða Kl. 09:15
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Silja Dögg Gunnarsdóttir framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Frosti Sigurjónsson, Sigurður Páll Jónsson og Vilhjálmur Bjarnason.

4) 39. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland vegna fækkunar kvenna á Vestur-Norðurlöndum Kl. 09:16
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Vilhjálmur Bjarnason framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Frosti Sigurjónsson, Sigurður Páll Jónsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir.

5) 44. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði heilbrigðisþjónustu Kl. 09:16
Dagskrármálinu var frestað.

6) 41. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland á sviði menntunar heilbrigðisstarfsmanna Kl. 09:16
Dagskrármálinu var frestað.

7) 38. mál - samstarf við Færeyjar og Grænland um aukið framboð á kennslu Kl. 09:16
Dagskrármálinu var frestað.

8) 76. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 86/2013 um breytingu á XII. viðauka við EES-samninginn Kl. 09:17
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti stóðu Birgir Ármannsson formaður, Frosti Sigurjónsson framsögumaður, Árni Þór Sigurðsson, Sigurður Páll Jónsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

9) 73. mál - fríverslunarsamningur Íslands og Kína Kl. 09:21
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

10) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:35