25. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 13. febrúar 2014 kl. 09:09


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:09
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:28
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:09
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:09
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:09
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:09
Steingrímur J. Sigfússon (SJS) fyrir ÁÞS, kl. 09:09

Frosti Sigurjónsson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1586. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:09
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

2) Reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur). Kl. 09:09
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson og Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Katrín H. Árnadóttir frá Ecospiru og Daniel Lee frá Frjóanga.

Fjölluðu gestirnir um reglugerð (ESB) nr. 209/2013 (Örverufræðileg viðmið fyrir spírur) og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti). Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Eggert Ólafsson og Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Hildur Traustadóttir frá Félagi kjúklingabænda, Jón Magnús Jónsson frá Reykjabúinu og Matthías Guðmundsson frá Reykjagarði.

Fjölluðu gestirnir um reglugerð (ESB) nr. 1086/2011 (Salmonella í nýju alifuglakjöti) og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2012/33/ESB (Brennisteinsinnihald skipaeldsneytis). Kl. 10:00
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti, Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Jón Halldórsson frá Olís, Magnús Ásgeirsson frá N1 og Lúðvík Björgvinsson frá Skeljungi.

Fjölluðu gestirnir um tilskipun 2012/33/ESB (Brennisteinsinnihald skipaeldsneytis) og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014. Kl. 10:14
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um fund sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014.

Á fund utanríkismálanefndar kom Bryndís Kjartansdóttir frá utanríkisráðuneyti.

Nefndin ákvað að taka til nánari athugunar, sbr. 1. mgr. 26. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991, efni eftirtalinna gerða:
- reglugerðar (ESB) nr. 1086/2011, er varðar salmonellu í nýju alifuglakjöti, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 7/2014,
- reglugerðar (EB) nr. 80/2009, er varðar tölvufarskráningarkerfi, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 23/2014,
- reglugerðar (ESB) nr. 209/2013, er varðar örverufræðileg viðmið fyrir spírur, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 5/2014, og
- tilskipunar 2012/33/ESB, er varðar brennisteinsinnihald skipaeldsneytis, sbr. fyrirhugaða ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2014.

Með hliðsjón af fyrrgreindu ákvað nefndin að beina þeirri ósk til utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að fyrirhuguðum fjórum ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 5/2014, nr. 7/2014, nr. 23/2014 og nr. 31/2014, er vörðuðu upptöku framangreindra ESB-gerða í EES-samninginn, yrðu teknar af dagskrá fundar sameiginlegu EES-nefndarinnar 14. febrúar 2014 á meðan utanríkismálanefnd Alþingis fjallaði nánar um málið.

6) Vinnuhópur utanríkismálanefndar um EES-mál. Kl. 10:29
Umfjöllun nefndarinnar um dagskrármálið var frestað.

7) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30