39. fundur
utanríkismálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. mars 2014 kl. 08:45


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 08:45
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 08:45
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 08:45
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) fyrir SilG, kl. 09:05
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) fyrir ÁÞS, kl. 08:45

Ásmundur Einar Daðason, Vilhjálmur Bjarnason, Guðlaugur Þór Þórðarson og Össur Skarphéðinsson voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Þröstur Freyr Gylfason

1600. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Alþjóðlegar þvingunaraðgerðir gagnvart hryðjuverkasamtökum. Kl. 08:45
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson, Kristján Andri Stefánsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gerðu gestirnir grein fyrir framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllun nefndarinnar var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa.

2) Norræn framboð til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Hermann Örn Ingólfsson, Kristján Andri Stefánsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

Gerðu gestirnir grein fyrir norrænum framboðum til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:21
a) Framkvæmdastjóri NATO.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:25