8. fundur
utanríkismálanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Birgir Ármannsson (BÁ) formaður, kl. 09:12
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD) 1. varaformaður, kl. 09:28
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:12
Frosti Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:12
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:12
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:12
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:12
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:12

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Sesselja Sigurðardóttir
Stígur Stefánsson

1632. fundur utanríkismálanefndar.

Bókað:

1) Þróunarsamvinna Íslands. Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Engilbert Guðmundsson og Hannes Hauksson frá Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Þeir gerðu grein fyrir sjónarmiðum varðandi hugmyndir um fyrirkomulag þróunarsamvinnu sem fram komu í skýrslunni Þróunarsamvinna Íslands: Skipulag, skilvirkni, árangur. Jafnframt svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Fundur sameiginlegu EES-nefndarinnar 24. október 2014 Kl. 10:08
Nefndin hélt áfram umfjöllun um drög að ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar vegna fundar 24. október nk. Á fundinn komu Lárus Ólafsson og Baldvin Valgarðsson frá Samtökum verslunar og þjónustu, Björg Ásta Þórðardóttir frá Félagi atvinnurekenda, Sigurður B. Halldórsson og Svandís Erna Jónsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Hildigunnur Hafsteinsdóttir frá Neytendasamtökunum. Gestirnir fóru yfir afstöðu til nýrra reglna um merkingar matvæla sem taka á upp í EES-samninginn og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerð Kl. 10:57
Fundargerð fundar utanríkismálanefndar frá 16. október sl. var lögð fram til staðfestingar og verður birt á vef Alþingis.

4) Önnur mál Kl. 10:59
Nefndin ræddi nýjar ESB-reglur um fjármálaeftirlit.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00