8. fundur
utanríkismálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Hanna Birna Kristjánsdóttir (HBK) formaður, kl. 09:03
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Elín Hirst (ElH), kl. 09:03
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 09:04
Karl Garðarsson (KG), kl. 09:03
Óttarr Proppé (ÓP), kl. 09:03
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:03
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Frosta Sigurjónsson (FSigurj), kl. 09:03
Össur Skarphéðinsson (ÖS), kl. 09:03

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

1690. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) 91. mál - alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands o.fl. Kl. 09:12
Í upphafi fundar lagði Össur Skarphéðinsson fram eftirfarandi bókun:

„Ég mótmæli harðlega að starfandi formaður utanríkismálanefndar, Silja Dögg Gunnarsdóttir, hefur með fádæma klaufahætti boðað fund í utanríkismálanefnd á nákvæmlega sama tíma og yfir stendur opnunarhátið á ráðstefnunni Arctic Circle - og raunar á sömu mínútunni og forseti lýðveldisins er að halda opnunaræðu sína.
Þingmönnum var boðið til ráðstefnunnar og fáheyrð vanvirðing að þeim þingmönnum sem sinna utanríkismálum sé með þessum hætti meinað að sýna forseta lýðveldisins virðingu og taka þátt í opnun ráðstefnunnar, sem er hin mikilvægasta um utanríkismál sem haldin er á Íslandi á þessu ári.

Af þessari ástæðu mótmælti ég tímasetningu frundarins strax og starfandi formaður ámálgaði hann í gær til að beita valdi meirihlutans til að ljúka afgreiðslu á frv. um niðurlagningu Þróunarsamvinnustofnunar - þrátt fyrir að eðlilegri umfjöllun um það mál sé fráleitt lokið.

Fyrir utan allt annað eru þessi vinnubrögð dónaskapur við forseta lýðveldisins og Alþingi til vansæmdar.“

Hanna Birna Kristjánsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Elín Hirst, Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Beiðni um fundarfrestun barst frá Össuri Skarphéðinssyni til sitjandi formanns kl. 7:53 föstudaginn 16. október, rúmlega klukkustund fyrir boðaðan fund sem átti að hefjast kl. 9. Röksemdin var sú að Arctic Circle ráðstefnan væri að hefjast á sama tíma. Beiðni um frestun var hafnað þar sem beiðnin barst of seint, sitjandi formaður sá skilaboðin kl. 8:30. Gestir voru boðaðir á fundinn kl. 9:00. Þeir höfðu verið boðaðir skv. beiðni frá minni hlutanum. Gestir gátu ekki mætt síðar dags á fundinn og því var ekki hægt að seinka honum, m.a. þeirra vegna.

Fundarboð utanríkismálanefndar var sent öllum nefndarmönnum kl. 16:34 fimmtudaginn 15. október.“

Formaður fjallaði um framkvæmd 15. gr. þingskapa.

Fyrst komu á fund nefndarinnar Jónína Einarsdóttir og Daði Már Kristófersson frá félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá komu á fundinn Kristján Andri Stefánsson, Þórarinna Söebech og Helga Hauksdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Loks komu á fundinn Þórir Guðmundsson og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið. Að nefndaráliti meiri hlutans standa Hanna Birna Kristjánsdóttir framsögumaður, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason (með fyrirvara), Elín Hirst, Karl Garðarsson og Þorsteinn Sæmundsson.

2) Önnur mál Kl. 12:05
Rætt var um alþjóðastarf utanríkismálanefndar.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:15