6. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:08
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:07
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:03
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

1755. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 5. fundar var samþykkt.

2) Öryggisvottun utanríkismálanefndar Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Jón Bjartmarz og Kristín Guðmundsdóttir frá Ríkislögreglustjóra og Jörundur Valtýsson og Arnór Sigurjónsson frá utanríkisráðuneyti.

Gestirnir fjölluðu um öryggisvottun og meðferð trúnaðarupplýsinga samkvæmt þjóðréttarlegum skuldbindingum NATO og svöruðu spurningum nefndarmanna

3) Varnarmálaráðherrafundur NATO Kl. 09:25
Gestir voru Jörundur Valtýsson og Arnór Sigurjónsson.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Umfjöllunin var bundin trúnaði skv. 24. gr. þingskapa Alþingis.

4) Varnaræfingar á Íslandi 2017 Kl. 09:45
Gestir voru Jörundur Valtýsson og Arnór Sigurjónsson.

Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 09:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:03