9. fundur
utanríkismálanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 16. mars 2017 kl. 09:00


Mættir:

Jóna Sólveig Elínardóttir (JSE) formaður, kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:07
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:08

Teitur Björn Einarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1758. fundur utanríkismálanefndar

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

2) 177. mál - fullgilding fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og Georgíu Kl. 09:10
Nefndin lauk umfjöllun sinni um málið og framkomið nefndarálit var samþykkt. Að því stóðu Jóna Sólveig Elínardóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Ármannsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Vilhjálmur Bjarnason, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) 76. mál - merking á vörum frá hernumdum svæðum Palestínu Kl. 09:15
Nefndin hóf umfjöllun sína um málið.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir var valin framsögumaður málsins. Ákveðið var að senda málið til umsagnar.

4) Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar nr. 2016/1032 sem ákvarðar niðurstöður sem gilda fyrir bestu aðgengilegu tækni (BAT) samkvæmt tilskipun nr. 2010/75/EU, fyrir járnlausan málmiðnað. Kl. 09:20
Fjallað var sameiginlega um dagskrárliði 4-6.

Formaður kynnti álit umhverfis- og samgöngunefndar eftir efnislega umfjöllun samkvæmt 2. gr. reglna um þinglega meðferð EES-mála. Nefndin lauk umfjöllun sinni um málin og verður utanríkisráðuneyti upplýst þar um.

5) Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2016/403 frá 18. mars 2016 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1071/2009 að því er varðar flokkun alvarlegra brota flutningsaðila (umferðaröryggi, flutningaöryggi) Kl. 09:20
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

6) Reglugerð nr. 1257/2013 (EB) um endurvinnslu skipa Kl. 09:20
Sjá bókun við dagskrárlið 4.

7) Önnur mál Kl. 09:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:25